Morgunblaðið
| 22.8.2020
| 10:10
| Uppfært
24.8.2020
10:11
Hinn íslenski Don Kíkóti
Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, talmeina- og raddfræðingur, er í eins manns herferð, eins og Don Kíkóti forðum daga. Fyrir hverju? Jú, bættri raddheilsu þjóðarinnar. Og mun ekki unna sér hvíldar fyrr en hún hefur náð eyrum ráðamanna og röddin verður skilgreind sem lýðheilsa.
Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, talmeina- og raddfræðingur, er að koma beint að norðan þegar fundum okkar ber saman á skrifstofu Morgunblaðsins í Hádegismóum. „Ég hlakkaði mikið til að sjá þessa köflóttu byggingu sem þú talaðir um. Hún er sannarlega köflótt,“ segir hún brosandi en maður lýsir skrifstofuhúsnæðinu gjarnan með þeim hætti til að greina það frá prentsmiðjunni. Það fer vel á því að spjall okkar fari fram í köflóttri byggingu enda hefur baráttan sem Valdís er komin til að gera mér grein fyrir, fagbarátta lífs hennar, verið býsna köflótt.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
– það er ókeypis og án skuldbindingar.
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.