Að heyra bergmál frá árinu 1945

Smitvarnarskilti í miðborg Tokyo. Hörmungar seinni heimsstyrjaldar kenndu Japönum dýrmæta …
Smitvarnarskilti í miðborg Tokyo. Hörmungar seinni heimsstyrjaldar kenndu Japönum dýrmæta lexíu. AFP

Ég þurfti að safna kjarki í nærri tuttugu ár en lét loksins verða af því fyrr í vikunni að horfa í annað sinn á japönsku teiknimyndina Gröf blysbjallanna (e. Grave of the Fireflies). Þetta fimm vasaklúta meistaraverk frá Studio Ghibli er í hópi átakanlegustu kvikmynda sem gerðar hafa verið um seinni heimsstyrjöldina.

Einn aðdáandi komst vel að orði þegar hann sagði Gröf blysbjallanna vera þá fallegustu mynd sem hann vildi helst aldrei aftur horfa á. Það er nefnilega allt annað en auðvelt að fylgjast með hinum unga Seita og litlu systur hans Setsuko, munaðarlausum, ráðvilltum og bjargarlausum í miðjum hörmungum stríðsins. Hægt og rólega harðnar lífsbaráttan og æ erfiðara verður að finna mat fyrir litlu magana, uns líkami Setsuko gefur sig og fer Seita sömu leið skömmu síðar.

Kvikmyndin hefur verið túlkuð á ýmsa vegu. Seita og Setsuko sýna fullkomið vonleysi alls þess saklausa fólks sem þjáist og deyr í stríðsátökum, en Seita endurspeglar...