Fjölskyldan sat heima
Guðrún Valdís Arnardóttir og fjölskylda í Hafnarfirði svífa um sem ský á himni eftir að dóttirin Sara Björk Gunnarsdóttur, landsliðsfyrirliði í fótbolta, varð Evrópumeistari með franska liðinu Lyon í fyrrakvöld. „Ég táraðist í leikslok og samgladdist henni, því hún hafði svo sannarlega unnið fyrir þessu, þráð þessa stund í mörg ár og lengi stefnt að titlinum,“ segir Guðrún. „Þetta var æðislegt og við erum í sigurvímu.“
Foreldrar Söru og nánasta fjölskylda horfðu saman á leikinn í beinni útsendingu sjónvarps í Hafnarfirði. „Við vorum bara heima í stofu enda var áhorfendabann á leiknum,“ segir Guðrún.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.