Tómlegt um að litast á Tenerife

Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir

Guðrún Vala Elísdóttir, fréttaritari Morgunblaðsins í Borgarnesi, átti bókaða ferð til Tenerife á árinu, sem nokkrum sinnum hafði verið færð til út af Covid. Loks var farið 8. ágúst en Guðrún Vala segir stemninguna hafa verið sérstaka; ferðamenn fáir og margir staðir lokaðir. Hinn 14. ágúst var innleidd almenn grímuskylda á eyjunni og fregnir bárust frá Íslandi um hertar reglur. Síðasta heimflug í bili var boðað 19. ágúst og nýtti Guðrún Vala sér það, auk fjölda Íslendinga. Í ferðinni tók hún nokkra Íslendinga tali sem búa á Tenerife, til að forvitnast um lífið á eyjunni.

Vil njóta þess að búa í Paradís

Anna Kristjánsdóttir segist elska lífið á Tenerife og er ekki á heimleið

„Ég kem ekki til Íslands fyrr en tryggt er að kórónuveirufaraldrinum sé lokið. Þangað til vil ég njóta þess að búa í Paradís,“ segir Anna Kristjánsdóttir, sem fullyrðir að ferðaþjónustan á Tenerife sé hrunin, greinin hafi í raun hrunið strax í mars og nái sér ekki á strik...