Fólk verður svo hryllilega þreytt

Már segir að læknar séu að skoða hvort Covid-19 geti …
Már segir að læknar séu að skoða hvort Covid-19 geti orsakað ME-sjúkdóminn en of stutt er síðan veiran fór að stjá til að slá því föstu. Morgunblaðið/Ásdís

Hálft ár er liðið frá því að kórónuveiran smeygði sér óboðin inn fyrir landsteinana. Þrátt fyrir að Íslendingar hafi náð ágætum tökum á útbreiðslu hennar hafa samt sem áður rúmlega tvö þúsund manns verið það óheppnir að fá hana og tíu hafa látist. Flestir virðast fá væga pest og ná sér ágætlega en það á þó ekki við um alla. Hópur fólks sem fékk veiruna snemma í vor glímir nú við eftirköst og nefnir fólk ýmis einkenni eins og öndunarerfiðleika, hita, þreytu, svefnleysi, svima, heilaþoku, liðverki, meltingaróþægindi og hausverk. Listinn er mun lengri.

Ofboðsleg þreyta