Stefna á 10% hlutdeild á næstu 24 mánuðum

Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri Basko.
Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri Basko. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Miklar sviptingar hafa einkennt íslenskan matvörumarkað á undanförnum árum: Matvöruverslanaflóran breyttist í kjölfar bankahrunsins og verslanakeðjur skiptu um eigendur, og aftur var hrist rækilega upp í markaðinum árið 2017 með komu Costco. Nú síðast hefur kórónuveirufaraldurinn orðið til þess að margir hafa uppgötvað kosti þess að gera matarinnkaupin á netinu frekar en að versla með gamla laginu.

Basko er í dag eitt umsvifamesta félag landsins á sviði matvöruverslanarekstrar en félagið varð til árið 2010 í kringum rekstur 10-11-verslananna og verslana Iceland sem bættust síðar inn í reksturinn.

Í september 2019 varð Basko dótturfélag Skeljungs og rekur í dag þrettán bensínstöðvarverslanir undir merkjum Kvikk on the go, fjórar matvöruverslanir merktar 10-11 og þrjár merktar Extra en árið 2018 seldi Basko frá sér fimm Iceland-verslanir, fimm 10-11-verslanir auk háskólaverslana HÍ og HR. Eru starfsmenn Basko í dag um 250 talsins.

Sigurður Karlsson,...