Þegar raunveruleikinn bankar á dyr

Morgunblaðið/Eggert

Í sumar hefur eitthvað skrítið verið í gangi með covid. Þótt önnur bylgjan sé komin á fulla ferð í Evrópu, er sem allt bit sé farið úr veirunni. Fólk virðist hætt að deyja. Elliheimilin eru betur varin og vegna mildari samkomutakmarkana er meira af yngra fólki nú að smitast. Smitútbreiðslan er orðin eðlilegri og ónæmi meðal yngra og hraustara fólks er smám saman farið að vernda þá eldri og viðkvæmari eins og gerist í venjulegri flensu. Ekki má heldur gleyma sumrinu því ónæmiskerfið okkar eflist með hækkandi sól og bættri D-vítamínstöðu líkamans. Fyrir vikið eru sumur aldrei flensutíð. Rannsóknir á covid hafa sýnt sterka fylgni milli D-vítamíns í blóði og lífslíkna sjúklinga. Nýleg grein í Lancet sýnir að komið hefur í ljós að lífslíkur sjúklinga með D vítamín yfir lágmarki hafa reynst tvöfalt meiri en hjá þeim sem skortir D-vítamín. Önnur