Sá alltaf karlmanninn í speglinum
Haustið er að óðum að færast yfir á báðum endum línunnar þegar ég heyri í Veigu Grétarsdóttur á Ísafirði. Hún segir sumarið hafa verið býsna gott fyrir vestan og nú síðast hafi hún náð fimm dásamlegum dögum í Jökulfjörðunum. Þannig tíð skiptir miklu máli fyrir konu eins og Veigu, sem lifir og hrærist í útivist, ekki síst kajakróðri. Hún reri fyrst 2003 en hefur tekið sportið föstum tökum síðustu fjögur árin og lagt einhverja 6.000 kílómetra að baki. Fann vel fyrir því við myndatökuna fyrir þetta viðtal, því þrjá sentimetra vantaði upp á að hún gæti rennt upp kjól sem hún keypti sér fyrir fjórum árum. „Ég er búin að massa mig þvílíkt upp,“ segir hún hlæjandi.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.