„Stundum þarf að taka stökkið“

Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari vill ekki hafa öll eggin í …
Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari vill ekki hafa öll eggin í sömu körfu og leggur því stund á meistarnám í Oxford. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir

Það var bjartur og fagur sunnudagsmorgunn og leiðin lá niður á Skólavörðustíg á hið skrautlega kaffihús Babalú. Bærinn var að rumska og Hallgrímskirkjuklukkurnar glumdu hátt og snjallt; klukkan var ellefu og messan að hefjast. Blaðamaður skundaði inn á kaffihúsið og upp á aðra hæð og fast á hælana kom viðmælandinn, leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Hann er önnum kafinn um þessar mundir við tökur á nýrri bíómynd en átti frí á þessum hvíldardegi og gaf sér tíma til spjalls. Með rjúkandi kaffi í bollum komum við okkur fyrir í eldgömlu vínrauðu plastsófasetti, undir súð sem alsett er gömlum póstkortum. Það fór vel um okkur innan um gamla muni, útsaumaða púða og ljósmyndir úr fyrndinni. Svolítið eins og að vera heima hjá sérviturri ömmu.