Konan sem breytti heiminum
Það er ekki laust við að ég öfundi Ruth Bader Ginsburg og Antonin Scalia af vinskapnum sem þróaðist á milli þeirra. Leiðir þeirra lágu saman snemma á ferlinum og þrátt fyrir að vera með gjörólíkar skoðanir á túlkun laganna voru þau perluvinir. Sagan segir að Ginsburg og Scalia hafi hjálpað hvort öðru við að rita og bæta úrskurði sína í málum sem rötuðu fyrir hæstarétt Bandaríkjanna, þó iðulega hafi þau verið á öndverðum meiði. Þau ferðuðust saman og þótti gaman að smakka gæðavín og hlusta á gæðaóperur. Raunar var óperuáhugi beggja svo mikill að þau gerðust aukaleikarar í uppfærslu Washington-óperunnar á Ariadne á Naxos árið 1994, hún þá nýbakaður hæstaréttardómari og hann með átta ár að baki í starfinu.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.