Skaut þýskum flugmanni ref fyrir rass
Leiftursókn hersveita Þriðja ríkisins inn í Sovétríkin hófst hinn 22. júní 1941. Kallaðist aðgerðin Rauðskeggur, eða Barbarossa, og átti hún að tryggja fall Moskvu á einungis fjórum mánuðum. Er um að ræða umfangsmestu hernaðaraðgerð sögunnar þar sem um fjórar milljónir hermanna skipuðu innrásarliðið. Skammt frá Moskvu má finna bæinn Tver, sem á tímum seinni heimsstyrjaldar nefndist Kalínin, og stendur hann við árnar Volgu og Tvertsa. Til að þrengja að höfuðborginni þurftu Þjóðverjar að taka bæinn og um miðjan októbermánuð var hann svo gott sem fallinn í þeirra hendur. Stefndu þýskar sveitir þá óðum í átt að Moskvu. Einn þeirra fjölmörgu sovésku hermanna sem stóðu í vegi fyrir þýsku stórsókninni var orrustuflugmaðurinn T. Kuznetsov. Atburður sá sem gerðist við Kalínin og eftirmálar hans leiddu til þess að Kuznetsov flugmaður hlaut nafnbótina; Hetja Sovétríkjanna.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.