Hélt að þetta væri draumur um slys
„Einhver var að reyna að vekja mig. Mig hafði verið að dreyma flugslys alla nóttina og ég hélt að þetta væri draumur. Það var ekki fyrr en ég komst út úr flakinu og fann fyrir rigningu og meiðslum þar sem ég sá ekkert með öðru auganu og að það blæddi úr annarri hendinni að ég áttaði mig á veruleikanum. Þá fór maður að gera það sem þurfti að gera,“ segir Valgerður Katrín Jónsdóttir þjóðfélagsfræðingur sem var flugfreyja í Fokker-flugvél Flugfélags Íslands sem fórst í Mykinesi í Færeyjum fyrir 50 árum.
Vélin var í svokölluðu Færeyjaflugi á milli Kaupmannahafnar og Færeyja. Ófært var til Færeyja í eina þrjá sólarhringa. Föstudaginn 25. september 1970 fór vélin frá Reykjavík áleiðis til Færeyja en varð frá að hverfa vegna veðurs í Færeyjum og var þá farið til Bergen í Noregi og gist um nóttina. Snemma morguninn eftir átti að reyna aftur að lenda í Færeyjum. Flugvélin var þó komin í aðflug að Vogaflugvelli þegar hún brotlenti á fjallinu Knúk á eyjunni Mykinesi.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.