Meira en 400 íslensk nöfn
Greina má töluverðan áhuga á íslensku áhrifafólki í stjórnmálum, viðskiptalífi, stjórnkerfi og réttvísi, þegar litið er yfir þau íslensku nöfn, sem fundist hafa í gagnaleka frá kínverska fyrirtækinu Zhenhua, og greint hefur verið frá víða um heim undanfarnar vikur. Þar er talið að finna megi persónuupplýsingar um 2,4 milljónir manna, en ekki er talið ósennilegt að þar á meðal séu um 4.000 Íslendingar eða liðlega 1% þjóðarinnar.
Meðal þeirra upplýsinga, sem safnað hefur verið í kínverska persónugrunninn, eru fæðingardagar, heimilisföng, hjúskaparstaða, stjórnmálaþátttaka, ljósmyndir, ættingjar og notendanöfn á félagsmiðlum. Þar hefur verið safnað saman upplýsingum af Facebook, Twitter, LinkedIn, Instagram og jafnvel TikTok, í bland við fréttir, dómsuppkvaðningar og ásakanir. Megnið af upplýsingunum hefur verið skrapað upp af netinu og mega heita opinberar upplýsingar, en þó má finna dæmi um upplýsingar, sem virðast hafa verið fengnar úr gögnum, sem ekki eiga að vera opinber,...