Börðust til síðasta manns
Ein mesta ráðgáta síðari heimsstyrjaldar er sögð hafa átt sér stað vestur af Ástralíu hinn 19. nóvember 1941. Var þá ástralska beitiskipinu Sydney sökkt með allri sinni áhöfn af þýska ræningjaskipinu Kormoran. Lengi þótti mönnum erfitt að skilja hvernig vopnað kaupskip gat sökkt öflugu beitiskipi án aðstoðar og er þetta eina dæmi þess úr stríðinu að viðureign þýsks ræningjaskips og herskips lyktaði með því að bæði skipin sukku.
Fjallað var um herferð þýskra árása- eða ræningjaskipa gegn flutningum birgðaskipa Breta á úthöfunum í Morgunblaðinu í desember 1983. Þar segir meðal annars að hún hafi náð hámarki á tímabilinu janúar til mars 1941. Kormoran var eitt þeirra vopnuðu skipa sem Þjóðverjar dulbjuggu sem saklaust kaupskip og var það notað til árása á Vestur-Kyrrahafi og Indlandshafi. Ræningjaskip Þjóðverja náðu oft betri árangri á þessum slóðum en sambærileg skip þeirra á Atlantshafi. Frægast þessara skipa var að líkindum Atlantis sem sökkti alls 22 skipum, samtals...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.