Kafbátarnir sem grönduðu sjálfum sér
Líf sjóliða um borð í kafbát á tímum síðari heimsstyrjaldar var langt frá því að vera auðvelt. Mikið nábýli við næsta mann, þrengsli, óþrifnaður, óvissa og stanslausar hættur á úthafinu eru vafalaust eitthvað sem fólk tengir við þennan sérstaka hóp hermanna. Kafbátasjóliðar höfðu þó fleira að óttast en sprengjur óvinar; Þeirra eigin tundurskeyti gátu hæglega snúist gegn þeim og er vitað til þess að tveir bandarískir kafbátar hafi í síðari heimsstyrjöld sökkt sjálfum sér með eigin skeytum.
Tundurskeyti voru helsta vopn kafbáta á þessum tíma. Þau skeyti sem sjóher Bandaríkjanna notaði í stríðinu voru einkum Mark 14 og Mark 18. Bæði glímdu þau við mikla galla og kvörtuðu kafbátaforingjar ósjaldan við flotastjórnina undan hinum og þessum ókostinum. Sumar þessara kvartana rötuðu aftur til hönnunar- og framleiðsluteyma sem brugðust að lokum við með uppfærslum og breytingum. Fram að þeim tíma þurftu menn að notast við fremur óáreiðanleg vopn, líkt og greint verður frá hér að...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.