Orkumarkaður leitar jafnvægis

Stóru olíufélögin hafa mörg þurft að ráðast í niðurskurðaraðgerðir á …
Stóru olíufélögin hafa mörg þurft að ráðast í niðurskurðaraðgerðir á árinu, en standa samt ágætlega að vígi. AFP

Miklar sveiflur hafa einkennt olíumarkaðinn undanfarinn áratug. Heimsmarkaðsverð á hráolíu sló met í júlí 2008 þegar fatið fór upp í rösklega 147 dali en í apríl á þessu ári hrundi verðið niður fyrir núllið á tímabili. Ýmsar ástæður liggja að baki þessum sveiflum og sitt sýnist hverjum um hvert líklegt er að olíuverð stefni, en í ofanálag litast umræðan um olíu- og orkumarkaðinn af þeirri stefnu stjórnvalda víða um heim að vilja hraða orkuskiptum með því t.d. auka hlut vind- og sólarorku og fækka ökutækjum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Haukur Óskarsson er framkvæmdastjóri ráðgjafar- og verkefnastjórnunarfélagsins Refskeggs og hefur unnið mikið með fyrirtækjum í olíugeira. Hann segir það ekki rétt, sem sumir hafa spáð, að olíuverð eigi eftir að verða á því bili að það muni hætta að borga sig að dæla auðlindinni úr jörðu. „Við getum tekið norsku olíulindirnar sem dæmi, nú þegar verð á WTI- og Brent-hráolíu er í kringum 40 dala markið. Norðmenn nýta í dag 89...