Kerecis nú allt að 30 milljarða króna virði

Guðmundur Fertram Sigurjónsson á skrifstofu Kerecis í Arlington í Bandaríkjunum …
Guðmundur Fertram Sigurjónsson á skrifstofu Kerecis í Arlington í Bandaríkjunum í síðustu viku. Ljósmynd/Kerecis

Líftæknifyrirtækið Kerecis velti um 2,5 milljörðum króna á fjárhagsárinu sem lauk 30. september. Samkvæmt heimildarmanni ViðskiptaMoggans í líftækni má því ætla að verðmæti félagsins sé nú 15 - 30 milljarðar króna, út frá þeim algenga margfaldara í tæknigeiranum að verðmæti félaga á þessu stigi sé sexföld til tólfföld velta. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri félagsins, tjáir sig ekki um verðmæti félagsins en segir líklegt að veltan haldi áfram að margfaldast milli ára eins og undanfarin fjögur ár. Kórónuveiran hefur óbeint aukið þörfina fyrir vörur félagsins og nýjar vörur og nýir markaðir í Mið-Austurlöndum skapa tækifæri.