Sátu fyrir skipum Þjóðverja með hreindýr um borð
Í ágústmánuði árið 1941 lagði breskur kafbátur, HMS Trident (N52), úr sovéskri höfn eftir stutt viðgerðastopp. Var stefnan tekin á hafsvæðið í kringum Noreg þar sem til stóð að herja á sjóher Þriðja ríkisins (Kriegsmarine). Um borð í Trident voru alls 56 sálir og eitt hreindýr. Átti skepna sú eftir að fylgja áhöfninni í rúmar sex vikur áður en komið var til hafnar í Bretlandi.
Sagan segir að hreindýrið, sem áhöfnin gaf nafnið Pollýanna með vísan í sovésku herskipahöfnina sem liggur við bæinn Polyarny í Múrmansk, hafi verið gjöf til skipherra Tridents, Geoffrey Sladen að nafni, frá sovéskum aðmíráli. Eru þeir félagar sagðir hafa setið að mat og drykk eitt kvöldið og farið vítt og breitt í umræðunni. Á þá Sladen skipherra meðal annars að hafa sagt aðmírálnum frá eiginkonu sinni og barni heima á Englandi og hversu erfitt það sé fyrir hana að dröslast um með þungan barnavagninn í snjónum. Sovétmaðurinn var ekki lengi að finna lausnina, barði í borðið og...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.