Að lifa með veirunni
Líftölfræðingurinn Thor Aspelund er í hringiðu kórónuveirufaraldursins. Hann er maðurinn á bak við spálíkön, gröf og súlurit sem landinn rýnir vandlega í um þessar mundir. Thor telur að þjóðin þurfi að venjast sambúð við veiruna í ár í viðbót.
Thor Aspelund kemur aðvífandi á myndarlegu rafmagnshjóli einn hrollkaldan en sólríkan haustdag í vikunni. Hann spennir af sér hjálminum og læsir hjólinu fyrir utan Háskólatorg þar sem við höfðum mælt okkur mót. Ekkert er eins og það á að vera; torgið iðar ekki af blaðskellandi háskólanemum heldur læðist ein og ein mannvera um galtóman salinn með grímu fyrir vitum. Við innganginn er boðið upp á grímur og spritt og á hverju borði eru hreinsiklútar. Svæðið er lokað af með böndum og skiltum: Lokað vegna Covid. Við náum að kaupa okkur kaffi í bóksölunni og finnum afskekkt horn þar sem ekki er bannað að sitja. Tilgangur fundarins er að komast að því hver þessi maður er; maðurinn sem talar af skynsemi og yfirvegun á skjám landsmanna...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.