Niðurlægingin mikla
Föstudaginn 14. júlí 1944 byrjuðu að streyma til Moskvu lestarvagnar fullir af þýskum hermönnum. Þaðan var hópurinn sendur á Dynamo-leikvanginn og Hippodrome-veðhlaupabrautina, en hermennirnir, sem þá voru orðnir stríðsfangar eftir uppgjöf á austurvígstöðvunum, voru mættir til höfuðborgar Rússlands í þeim tilgangi að niðurlægja stríðsvél Þriðja ríkisins og efla um leið baráttuanda Moskvubúa. Áttu þessir hermenn, alls 57 þúsund talsins, eftir að marsera um breiðstræti Moskvu áður en þeir voru sendir í þrælkunarbúðir þaðan sem fáir áttu eftir að snúa aftur.
Sú aðgerð að flytja þýsku stríðsfangana til Moskvu og láta þá marsera um götur höfuðborgarinnar kallaðist Valsinn mikli og dró nafn sitt af bandarísku söngleikjamyndinni The Great Waltz frá árinu 1938, en sú kvikmynd mun hafa verið mjög vinsæl í Sovétríkjunum á þessum tíma. Þegar lestarvagnarnir mættu til Moskvu vissu fáir innan Rauða hersins og Kommúnistaflokksins hvað til stóð og enn síður áttu íbúar borgarinnar von á...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.