Féll án fallhlífar úr 22 þúsund fetum
Sunnudaginn 3. janúar 1943 flaug stór hópur af bandarískum sprengjuflugvélum yfir Ermarsundið og í átt að Frakklandi. Skotmarkið var mikilvæg kafbátaherstöð Þjóðverja við Saint-Nazaire, staður sem áhafnir sprengjuvélanna uppnefndu gjarnan „Flak City“, eða loftvarnaborgina, sökum þeirra miklu varna sem þar mátti finna. Ein þessara flugvéla nefndist „Snap! Crackle! Pop!“ og var hún skotin niður í leiðangrinum, þá í um 22 þúsund feta hæð. Tíu voru í áhöfn og féll einn þeirra útbyrðis án fallhlífar sinnar og þótt ótrúlegt megi virðast lifði sá fallið af.
Sprengjuvélin „Snap! Crackle! Pop!“ var nefnd eftir teiknimyndafígúrunum þremur sem skreyta umbúðir morgunkornsins Rice Krispies og var mynd af þeim máluð á nef flugvélarinnar hvar þeir félagar sitja brosandi ofan á sprengju. Vélin var af gerðinni B-17, sem gjarnan gengur undir gælunafninu „Fljúgandi virki“, og framleidd af bandaríska...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.