„Við vildum ekki sleppa hvort öðru“
Guðjón Sveinsson og Ayça Eriskin fundu ástina á Menningarnótt 2019. Þremur mánuðum síðar þurfti Ayça að fara heim til Tyrklands, en þau voru ekki tilbúin til að gleyma hvort öðru. Guðjón var því með annan fótinn í Tyrklandi og til að innsigla ástina giftu þau sig í Istanbúl í lok maí. Ungu hjónin hafa nú hafið líf sitt saman, með litla hvolpinum Flóka.
Í kjallaraíbúð í Hlíðunum hafa hjónakornin Guðjón Sveinsson og Ayça Eriskin hreiðrað um sig. Lítill hvolpur að nafni Flóki tekur æstur á móti gestinum og flaðrar upp um hann glaður. Guðjón á fullt í fangi með að ná þessum hnoðra af blaðamanni og býður til stofu. Ayça er þar fyrir, komin alla leið frá Istanbúl en er nú sest að á Íslandi. Þau kynntust fyrir rétt rúmu ári á Íslandi og voru gift níu mánuðum síðar í Tyrklandi. Ástin bankaði nefnilega hressilega upp á og þau vissu bæði fljótt að þau vildu eyða ævinni saman.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.