Krókódíllinn sem bendlaður var við Hitler
Fyrr á þessu ári bárust óvænt fregnir af því að síðasti þýski stríðsfangi Rússa hefði drepist í Moskvu. Ekki var þó um að ræða hermann eða almennan borgara heldur skriðdýr, eða réttara sagt krókódíl af tegund flatmunna. Sú mýta lifði í áratugi að skepnan hefði eitt sinn verið í einkaeigu sjálfs Foringjans, Adolfs Hitlers, og töluðu Rússar alla tíð um dýrið sem „krókódílinn hans Hitlers“. Ekkert bendir þó til þess að það sé rétt, en skepnan, sem nefndist „Satúrnus“, varð að stríðsfangi Sovétríkjanna eftir að dýragarðurinn í Berlín var lagður í rúst undir stríðslok ásamt stærstum hluta höfuðborgar Þýskalands.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.