Morgunblaðið
| 4.11.2020
| 10:03
Sóknarfæri inn og út úr landinu
Við Tónahvarf í Kópavogi eru mörg fyrirtæki í ýmiss konar iðnaði að koma sér fyrir í glæsilegum nýbyggingum. Í einni þeirra hefur Verkfæri ehf. komið sér fyrir en þar á bæ má greina sóknarhug þótt stærstur hluti samfélagsins sé í hálfgerðum doða sökum útbreiðslu kórónuveirunnar.
Ólafur Baldursson hefur stóran hluta starfsferilsins staðið að sölu stórvirka vinnuvéla af hverskyns tagi. Beltagröfur, smágröfur, skóflur, hörpur, fleygar, malbikskerar, þjöppur, sópar, krabbar, hopparar, stauraborar og saltdreifarar. Allt eru þetta hugtök sem eru honum þjál þótt fullyrða megi að mörgum lesendum ViðskiptaMoggans hafi reynst torvelt að plægja sig í gegnum þessi vélaheiti – já hann selur reyndar líka plóga af fjölbreyttu tagi.
Líkt og margir aðrir stóð Ólafur á tímamótum upp úr bankahruninu 2008 og með reynsluna af vélasölunni sá hann tækifæri á markaðnum sem nánast enginn annar virtist koma auga á. Íslendingar hafa frá upphafi vélvæðingar flutt til...