Einkennisbúningurinn sem stakk í stúf
Annar valdamesti maður Þýskalands þegar komið var fram yfir miðja styrjöld var óneitanlega æðsti yfirmaður SS-sveitanna, Heinrich Himmler. Ólíkt sjálfum Foringjanum, Adolf Hitler, flugmarskálknum Hermann Göring og nær öllum æðstu hershöfðingjum og nasistaforingjum Þriðja ríkisins hafði Himmler enga reynslu af vígvöllum fyrri heimsstyrjaldar. Þetta reynsluleysi leyndi sér ekki þegar horft var á einkennisfatnað hans og segja heimildir SS-foringjann hafa verið mjög meðvitaðan um þessa óvenjulegu sérstöðu sína.
Heinrich Luitpold Himmler fæddist í München í Bæjaralandi hinn 7. október 1900 og var hann skírður í höfuðið á guðföður sínum, Heinrich prins af Bæjaralandi. Hann var sonur hjónanna Joseph Gebhard Himmler (1865-1936) og Önnu Maríu Himmler (1866-1941). Heinrich átti tvo bræður, þá Gebhard Ludwig (1898-1982) og Ernst Hermann (1905-1945). Er fjölskyldunni lýst sem millistéttarfólki, íhaldssömu og tilheyrði það hinni rómversk-kaþólsku kirkju. Heinrich er lýst sem...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.