Morgunblaðið
| 7.11.2020
| 9:08
Elvis hringdi um miðja nótt
Sautján ára gömul brá Guðný Laxfoss sér í bíó með Elvis Presley og synti í sundlauginni í Graceland en Kóngurinn sló sér á þeim tíma upp með mágkonu hennar. Guðný ólst upp við nauman kost á Íslandi og missti móður sína og bróður á unglingsaldri. Eftir það ákvað hún að freista gæfunnar í Bandaríkjunum og býr þar enn. Óhætt er að fullyrða að lífshlaup Guðnýjar, sem er hjúkrunarfræðingur, hafi verið viðburðaríkt.
Snemma árs 1964 hringdi síminn um miðja nótt heima hjá Guðnýju Laxfoss og kærasta hennar, Jeff Emmons, í Dallas, Texas. Það var Elvis Presley. Eins og gengur. Hann hafði verið að slá sér upp með systur Jeffs, Jeanette, en látið hana róa. Hún tók það óstinnt upp, datt í'ða og lagði af stað akandi frá Memphis til Dallas. Var stöðvuð af lögreglu á leiðinni og stungið í steininn fyrir ölvunarakstur. Notaði símtalið sitt til að láta Elvis vita og honum rann blóðið til skyldunnar. Bað Guðnýju og Jeff lengstra orða að fara og leysa aumingja stúlkuna úr...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
– það er ókeypis og án skuldbindingar.
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.