Ungur liðsforingi fórnaði sér fyrir óvininn
Snemma morguns 12. nóvember 1944 heyrðu þýskir hermenn í ungum Bandaríkjamanni kalla í örvæntingu sinni eftir hjálp. Lá maðurinn þá stórslasaður á jarðsprengjusvæði á nokkurs konar einskismannslandi í Hürtgenskógi í Þýskalandi. Félagar mannsins virðast ekki hafa heyrt hrópin, gerðu hið minnsta ekki tilraun til að nálgast hann, en Þjóðverjarnir þurftu að þola hræðsluópin í um átta klukkustundir, eða allt þar til ungur liðsforingi, Friedrich Lengfeld að nafni, ákvað að fórna lífi sínu og halda út á jarðsprengjusvæðið í von um að bjarga hinum særða.
„Ekkert lát er á bardögunum í Hürtgen-skógi og gengur Bandaríkjamönnum mjög seint sóknin þar,“ sagði í forsíðufrétt Vísis hinn 11. nóvember 1944, degi áður en atburður sá sem hér er til umræðu átti sér stað. Skógur þessi er skammt frá bænum Stolberg í norðurhluta Rín og við landamærin að Belgíu. Svæði þetta er mjög erfitt til sóknar því skógurinn er afar þéttvaxinn og varla hægt að koma þar við...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.