Ungur liðsforingi fórnaði sér fyrir óvininn

Þýskir yfirmenn fara yfir stöðuna áður en haldið er til …
Þýskir yfirmenn fara yfir stöðuna áður en haldið er til aðgerða. Ljósmynd/Bundesarchiv

Snemma morguns 12. nóvember 1944 heyrðu þýskir hermenn í ungum Bandaríkjamanni kalla í örvæntingu sinni eftir hjálp. Lá maðurinn þá stórslasaður á jarðsprengjusvæði á nokkurs konar einskismannslandi í Hürtgenskógi í Þýskalandi. Félagar mannsins virðast ekki hafa heyrt hrópin, gerðu hið minnsta ekki tilraun til að nálgast hann, en Þjóðverjarnir þurftu að þola hræðsluópin í um átta klukkustundir, eða allt þar til ungur liðsforingi, Friedrich Lengfeld að nafni, ákvað að fórna lífi sínu og halda út á jarðsprengjusvæðið í von um að bjarga hinum særða.

„Ekkert lát er á bardögunum í Hürtgen-skógi og gengur Bandaríkjamönnum mjög seint sóknin þar,“ sagði í forsíðufrétt Vísis hinn 11. nóvember 1944, degi áður en atburður sá sem hér er til umræðu átti sér stað. Skógur þessi er skammt frá bænum Stolberg í norðurhluta Rín og við landamærin að Belgíu. Svæði þetta er mjög erfitt til sóknar því skógurinn er afar þéttvaxinn og varla hægt að koma þar við...