Fannst fyrir tilviljun sjö áratugum síðar
Sunnudaginn 28. júní 1942 steig Dennis Copping flugliðþjálfi upp í orrustuvél af gerðinni P-40 Kittyhawk og ræsti mótorinn. Þennan dag var veður gott og ekki ský á himni yfir Norður-Egyptalandi. Tilgangur ferðarinnar var að ferjufljúga vélinni til viðgerðar á öðrum egypskum flugvelli en eitthvað fór hrikalega úrskeiðis á leiðinni. Var þetta í síðasta skipti sem Dennis sást á lífi og átti enginn eftir að sjá þessa flugvél fyrr en sjö áratugum síðar.
Dennis Charles Hughmore Copping var 24 ára gamall þegar hann hvarf. Tilheyrði hann 260. sveit breska flughersins (RAF) sem staðsett var í norðurhluta Egyptalands. Á þessum tíma, árið 1942, börðust sveitir Þjóðverja og Breta af miklum krafti í Norður-Afríku. Báðar fylkingar lögðu mikla áherslu á yfirráð í lofti, slíkt var nauðsynlegt til að tryggja góðan gang hersveita á jörðu niðri. Það var því í ljósi þessa talið afar brýnt að gera við laskaðar flugvélar sem fyrst, þær koma jú að engu gagni verkefnalausar á flughlaði. Sú vél sem...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.