Morgunblaðið
| 14.11.2020
| 10:25
Varð alveg ofboðslega „óléttur“
Margt hefur gengið á hjá Aðalbirni Tryggvasyni, Adda í Sólstöfum, síðustu árin; uppgjör við alkóhólisma, sambandsslit og vinslit sem hér um bil riðu hljómsveitinni að fullu. En einnig gleðilegri hlutir, eins og velgengni Sólstafa erlendis og fæðing hans fyrsta barns. Á nýju plötunni, Endless Twilight of Codependent Love, er ein af meinsemdum mannlífsins, meðvirknin, í forgrunni.
Langt er liðið á kvöldið þegar ég tek hús á Adda í Sólstöfum í miðbæ Reykjavíkur. Sannarlega óvanalegur tími fyrir viðtal af þessu tagi en heilmikið rokk í því, þegar maður hugsar út í það. Það er þó ekki rokk sem tafði Adda, heldur lenti hann í Ófærð. Nei, ó-ið er ekki ofvaxið, við erum nefnilega að tala um þriðju seríu sjónvarpsþáttanna vinsælu úr smiðju Baltasars Kormáks og félaga. Addi vinnur um þessar mundir sem hljóðmaður á settinu á löngum vöktum, myrkranna á milli og rúmlega það, og fyrir vikið gat hann ekki tekið á móti mér fyrr en klukkan 22.
Okkar maður er á...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
– það er ókeypis og án skuldbindingar.
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.