Flaug á sprengjuvél sem ógnaði konungshöllinni
Hinn 15. september 1940 barðist breski flugherinn (RAF) af miklum mætti við sprengjuvélar Þriðja ríkisins yfir Lundúnum, höfuðborg Bretlands. Er gjarnan sagt að þennan dag hafi flugorrustan mikla um Bretland náð hámarki sínu, en þá sendu Þjóðverjar um 500 flugvélar í árásarleiðangur yfir Ermarsundið. Einn þessara bresku flugmanna var Raymond Holmes flugliðsforingi og varð hann þekktur fyrir að hafa vísvitandi flogið orrustuvél sinni á þýska sprengjuvél og þar með forðað sjálfri Buckinghamhöll frá sprengjuregni.
Raymond Towers Holmes fæddist 20. ágúst 1914 í bænum Wallasey á norðvesturhluta Englands. Hann er sonur hjónanna Mabel Annie Holmes og Christopher Holmes blaðamanns. Samhliða námi á sínum yngri árum lagði Raymond stund á íþróttir, einkum krikket og rúgbí við góðan árangur. Áður en hann gekk til liðs við breska flugherinn, fyrst sem varaliðsmaður, árið 1937 vann Raymond sem blaðamaður. Þegar komið var fram í september 1940 hafði hann náð stöðu flugliðsforingja og...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.