Situr við vinstri hönd Guðs

AFP

Heimurinn syrgir nú Diego Armando Maradona, einn fremsta knattspyrnumann sem sögur fara af, en hann féll frá í vikunni, aðeins sextugur að aldri. Snilligáfa hans var engu lík og hægt verður að ylja sér við minningarnar svo lengi sem spyrnt verður á byggðu bóli.

Sem hendi væri veifað var þeim breytt í steypusíló. Stríðþjálfuðum mönnum og vöskum. Reid, Butcher, Fenwick og loks Shilton. Eða var þetta sjónvarpstæknin að stríða okkur? Búið að finna upp aðferð til að sýna kappleik í senn á venjulegum hraða og hægt. Eða á venjulegum hraða og hratt, eftir því hvernig á það er litið. Ef við tökum gömlu góðu eldhúslíkinguna var engu líkara en matreiðslumeistarinn hefði hafið arabíska sveðju hátt á loft til að kljúfa smjerstykki í tvennt. Mikið svakalega var þessi leikur ójafn.

Þegar boltinn lá í netinu, eftir sprett sem í Argentínu tók örskotsstund en heila eilífð á Englandi, lá það strax fyrir: Enda þótt maður ætti eftir að verða hundrað og þriggja ára myndi maður aldrei sjá...