Samviskusami hagfræðingurinn snýr aftur

Sérfræðingarnir sem Biden hyggst tilnefna þykja ekki líklegir til að …
Sérfræðingarnir sem Biden hyggst tilnefna þykja ekki líklegir til að hafa miklar áhyggjur af framúrkeyrslu ríkissjóðs. Yellen mun líkast til nota fjárhag heimilanna, frekar en verðbréfavísitölurnar, sem mælikvarða á ástand hagkerfisins. AFP

Joe Biden er byrjaður að velja fólk í helstu stöður í nýrri ríkisstjórn og óhætt að segja að bandarískir fjölmiðlar megi ekki vatni halda af hrifningu. Hópurinn sem Biden hefur kynnt til leiks fram að þessu samanstendur af reyndu fólki sem er nægilega óumdeilt og nógu nálægt miðjunni til að geta fallið í kramið hjá bæði demókrötum og repúblikönum.

Þá hafa stjórnmálagreinendur veitt því athygli hvað þjóðflokkur hvítra miðaldra karla á fáa fulltrúa í innsta hring Bidens sem valið hefur öflugar konur og fulltrúa minnihlutahópa í margar lykilstöður. Þannig vill hann skipa Lindu Thomas-Greenfield sem sendiherra gagnvart Sameinuðu þjóðunum, gera Avril Haines að yfirmanni njósnamála, láta Neeru Tanden stýra fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins og gera þær Ciciliu Rouse og Heather Boushey að efnahagsráðgjöfum sínum.

Þegar fréttist að fjölmiðlateymi Hvíta hússins yrði eingöngu skipað konum lét Jennifer Psaki, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Obama, í sér heyra á Twitter og lýsti...