Enn talið mesti sjóskaði í sögu flotans
Um stundarfjórðungi eftir miðnætti mánudaginn 30. júlí 1945 sprungu tvö tundurskeyti utan í skrokk beitiskipsins USS Indianapolis. Einungis tólf mínútum síðar var stríðsjálkurinn sokkinn og með honum um 300 sálir. Talið er að nærri 900 manns hafi endað í sjónum, margir þeirra án björgunarvesta. Af þeim áttu einungis 316 eftir að lifa. Árásin á Indianapolis og rúmlega fjögurra daga bið áhafnar eftir björgun í hákarlaríku Kyrrahafinu er til þessa mesti sjóskaði í sögu sjóhers Bandaríkjanna.
USS Indianapolis (CA-35) var af Portland-gerð beitiskipa sem smíðuð voru fyrir bandaríska flotann á fjórða áratug síðustu aldar. Framkvæmdir hófust við smíði þess í skipasmíðastöð í New Jersey 1930 og var það afhent til herþjónustu 7. nóvember 1931. Indianapolis var 186 metrar að lengd, rúmir 20 metrar að breidd og vó um 10.000 tonn en hraðast gat skipið siglt á tæpum 33 hnútum. Indianapolis var vopnað níu 200 millimetra fallbyssum á þremur fallbyssuturnum, tveir þeirra í...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.