Það situr stundum hryllingur í manni

Morgunblaðið/Ásdís

Hjónin Rögnvaldur Ólafsson og Helga Rósa Másdóttir hafið staðið í framlínunni nú í kórónuveirufaraldrinum, hvort á sínu sviði. Hann er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild; hún hjúkrunardeildarstjóri hjá bráðamóttöku í Fossvogi. Faraldurinn hefur ekki bara litað alla þeirra daga í starfi heldur einnig bankað upp á heima, en öll fjölskyldan fékk Covid í október. Í sama mánuði lést faðir Helgu Rósu og fékk hún að reyna á eigin skinni að þurfa að vera fjarri veikum ástvini.

Helga Rósa og Rögnvaldur buðu blaðamanni inn á fallegt heimili þeirra í Garðabænum einn dimman og kaldan eftirmiðdag í nóvember. Á heimilinu er líf og fjör, enda búa þar þrír fallegir bræður, þeir Bjartur þriggja ára, Ari fimm ára og Már sjö ára. Drengirnir fóru upp að leika til að gefa foreldrum smá næði til að spjalla við gestinn. Hjónin hafa staðið í ströngu þetta árið og þurft á öllum sínum styrk að halda, en bæði eru þau í krefjandi störfum þar sem kórónuveiran hefur leikið...