Flórídabúar eru til alls líklegir

Reglulega berast fréttir af átökum krókódíla og manna í Flórída. …
Reglulega berast fréttir af átökum krókódíla og manna í Flórída. Oftar en ekki bíða krókódílarnir lægri hlut. AFP

Það er alls ekki erfitt að smitast af Flórída-vírusnum og eflaust þekkja flestir lesendur einhvern sem getur hreinlega ekki látið árið líða án þess að skjótast að minnsta kosti einu sinni til þessa merkilega ríkis þar sem sólin skín alla daga og fólk virðist kunna að lifa lífinu af meiri nautn en annars staðar í Bandaríkjunum.

Fyrir suma eru skemmtigarðarnir í Orlando toppurinn á tilverunni; þar sem hverfa má inn í undraheim Mikka Músar og Harry Potter. Aðrir sækja í golfvellina sem eru eins flatir og fullkomnir og hugsast getur. Enn aðrir eru eins og blóm í eggi í bílasamfélaginu í Daytona, á ströndunum og skemmtistöðunum í Miami eða í notalegheitunum á Key West þar sem kisurnar hans Hemmingways ráða ríkjum.

Sjálfur bjó ég um skeið í Miami Beach innan um rappara, kúbverska flóttamenn, ítalska sportbíla og einstaklega spengilega strandbúa. Ég man þegar ég rölti eitt sinn niður að strönd og fann á leiðinni krot á götunni sem sagði eitthvað á þá leið að Raúl Castro...