Stórvarasöm hjálp hins opinbera

Hagur svarts fólks í Bandaríkjunum versnaði á marga vegu á …
Hagur svarts fólks í Bandaríkjunum versnaði á marga vegu á seinni helmingi síðustu aldar. Walter Williams komst að því að rót vandans var vöxtur velferðarkerfisins og alls kyns vanhugsuð inngrip á vinnumarkaði. AFP

Þegar kom að því að velja meistaranám þóttu mér tveir valkostir standa upp úr: London School of Economics, þar sem sjálfur Friedrich Hayek starfaði á sínum tíma, og svo George Mason University í Virginíu.

Í fljótu bragði virðist LSE miklu betri háskóli, mun erfiðara að komast þar að og í flestum mælingum er LSE í hópi heimsins bestu háskóla á meðan GMU lendir miklu neðar. En hagfræðideildin við George Mason á engan sinn líka og þótt ég noti hvert tækifæri til að monta mig af að hafa útskrifast frá LSE (og finni fyrir djúpstæðri minnimáttarkennd gagnvart þeim sem fóru í Oxford og Cambridge) þá hugsa ég reglulega til þess hve gaman það hefði verið að læra við fótskör helstu frjálshyggjuhagfræðinga heims. Hef ég þurft að láta mér nægja að fara á YouTube til að hlýða á fyrirlestra manna á borð við Tyler Cowen, Bryan Caplan, Steven Horwitz og Lawrence H. White.