Bækur sem má helst ekki lesa

Starfsmenn Penguin Random House voru miður sín þegar þeir fengu …
Starfsmenn Penguin Random House voru miður sín þegar þeir fengu að heyra að forlagið myndi gefa út nýjustu bók Jordans Petersons, en höfðu þó enga hugmynd um efni bókarinnar. Sumar hugmyndir má víst einfaldlega ekki birta. Ljósmynd/Jordanbpeterson.com

Mannkynssagan er uppfull af alls kyns ljótum tilraunum til að þagga óvinsælar hugmyndir niður í stað þess að rökræða þær. Í seinni tíð hafa það einkum verið afturhaldsseggir og öfgafólk hægra megin á pólitíska litrófinu sem hefur gripið til þessa óþverrabragðs og því óvænt að sjá núna sömu takta hjá frjálslynda og umburðarlynda vinstrinu á Vesturlöndum.

Þetta er þróun sem vissara er að ræða áður en það verður of seint enda ritskoðunar- og þöggunartilburðir aldrei af hinu góða.

Þegar umræða jafngildir árás

Fyrr á árinu rataði Abigail Shrier í fréttirnar fyrir bók sína um málefni transfólks. Shrier er hámenntaður blaðamaður með sálfræðigráður frá Columbia College og Oxford og til viðbótar lagagráðu frá Yale en starfar sem blaðamaður hjá Wall Street Journal. Hún varð þess áskynja að eitthvað væri bogið við það hvernig bandarískt heilbrigðiskerfi og samfélag hjálpar fólki sem telur sig vera trans, og hvernig mikil sprenging virðist hafa orðið í fjölda þeirra...