ESB vill ekki að öðrum vegni vel

Ef Boris Johnson forsætisráðherra semur ekki frá sér frelsið til …
Ef Boris Johnson forsætisráðherra semur ekki frá sér frelsið til að bæta samkeppnishæfni Bretlands þá ætti framtíð landsins að vera björt. AFP

Mér er vandi á höndum. Eiginmanninum leiðist dvölin hér í Mexíkó og hann er farinn að þrýsta á mig að finna hentugt land í Evrópu þar sem við hjónin gætum hreiðrað um okkur. Hafa síðustu dagar því farið í ítarlegar rannsóknir þar sem ég hef legið yfir skattahandbókum Deloitte, skoðað leiguverðið í helstu borgum álfunnar og greint horfurnar á vinnumarkaði fyrir eiginmanninn.

Ég vil land þar sem skattar og launatengd gjöld eru í lágmarki, leigan sanngjörn og hversdagslífið tiltölulega ódýrt. Hann vill land þar sem væri ekki of erfitt að læra málið, meðallaunin eru ásættanlegt og velferðarkerfið þannig hannað að maður fái almennilega þjónustu fyrir það sem greitt er í pottinn. Þá er bóndinn orðinn langþreyttur á að vera með marokkóskt vegabréf og þætti ágætt að finna land þar sem öðlast má ríkisborgararétt með fimm ára búsetu. Báðir viljum við borg sem iðar af lífi og hefur allt til alls.

Hann, verandi afrískur súkkulaðimoli, afskrifar n.v. alla Austur-Evrópu vegna...