Covid-föst í Króatíu
„Hér er mjög mikil samheldni, fólk kemur saman við heimaslátrun og annað og það er alveg magnað að fylgjast með fólkinu hérna,“ segir Eva Hrönn Árna Jóhannsdóttir, fertugur Hafnfirðingur, en líka að hluta Skagakona og Reykvíkingur, og lýsir því sem fyrir augu ber í króatíska þorpinu Sikirevci, í Austur-Slavoniuhéraði þar í landi, skammt frá landamærunum við Bosníu.
Aðstæður Evu Hrannar verða að teljast sérstakar, auðvitað að hluta til vegna kórónuveirunnar, en hún hefur setið föst í Króatíu frá því í sumar, í heimsókn sem hófst 4. ágúst og átti aðeins að standa í þrjár vikur. Engin leið hefur verið að fá flug til Íslands frá neinum flugvelli nálægt Evu síðan í ágúst sem er þó ekki eina ástæðan fyrir að hún ílengdist.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.