Til varnar Ebeneser Skröggi

Læknar vigta vannært barn í vesturhluta Jemens. Því meiri verðmæti …
Læknar vigta vannært barn í vesturhluta Jemens. Því meiri verðmæti sem við sköpum, því auðveldara eigum við með að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda. Hagnaðurinn verður að koma á undan örlætinu. AFP

Hvergi segir Charles Dickens það berum orðum hvers konar fyrirtæki það var sem Ebeneser Skröggur rak og stofnaði með Jakobi Marley.

Í Jólaævintýri situr Skröggur yfir bókhaldinu öllum stundum og fyrir vikið hafa margir ranglega ályktað að hann hafi aðallega stundað lánastarfsemi. Kvikmyndaframleiðendur hafa fyllt í eyðurnar hver með sínum hætti en sjálfur held ég hvað mest upp á Scrooged frá 1988 þar sem Bill Murray leikur nískan og viðskotaillan stjórnanda sjónvarpsstöðvar sem er löngu búinn að gleyma boðskap jólanna.

Þótt liðin séu nærri 180 ár frá því saga Dickens kom út gætir enn mikils misskilnings um viðhorf Skröggs í peningamálum og hann hafður fyrir rangri sök. Það er nefnilega Skröggum heimsins að þakka að við getum haldið jólin hátíðleg með öllum þeim íburði og vellystingum sem við njótum: með sneið af vænni steik á postulínsdiskum, úrvalsvín í gullhúðuðum kristalslglösum og splunkunýjar leikjatölvur og snjallsíma undir jólatrénu. Ef ekki...