Hvíta liljan í Stalíngrad

Eitt þekktasta kennileiti Stalíngrad, gosbrunnur sem sýnir sex ung börn …
Eitt þekktasta kennileiti Stalíngrad, gosbrunnur sem sýnir sex ung börn dansa khorovod-hringdans í kringum krókódíl. Myndin er tekin 1943.

Kvenmannsnafnið Lydia Vladimirovna Litvyak er í dag flestum óþekkt með öllu. Á tímum seinni heimsstyrjaldar, einkum í og við hina stríðshrjáðu borg Stalíngrad, var nafnið þó vel þekkt meðal hermanna Rauða hersins og má nær slá því föstu að flugmenn Þriðja ríkisins hafi einnig heyrt á það minnst. Lydia þessi var fyrst kvenna til að skjóta niður þýska orrustuflugvél, fyrsta konan til að hljóta flugástitil og er enn til þessa dags sú kona sem grandað hefur flestum flugvélum í stríðsátökum, alls á öðrum tug véla ein síns liðs eða í samvinnu við aðra. Fyrir framgöngu sína yfir austurvígstöðvunum hlaut hún nafnbótina „hetja Sovétríkjanna“ en sovéska pressan kallaði hana ósjaldan „hvítu liljuna í Stalíngrad“.