Besta jólalagið er frá Venesúela

Umslag metsöluplötunnar frá 1976. Er hægara sagt en gert að …
Umslag metsöluplötunnar frá 1976. Er hægara sagt en gert að finna myndir af Ricardo Cuenci en næsta víst að það er hann sem situr á baki asnans.

Ég bjó í Miami Beach þegar ég heyrði lagið fyrst. Í göngufæri við íbúðina mína var lítil matvöruverslun þar sem finna mátti gott framboð af vörum frá Rómönsku Ameríku og undantekningalaust að suðrænir taktar og söngtextar á spænsku ómuðu úr hátölurunum í loftinu. Dömurnar á kassanum nenntu helst ekki að tala ensku svo ég varð að æfa spænskuna á þeim. Af gamaldags innréttingunum að dæma hefur búðin verið rekin á þessum stað síðan elstu menn muna og segir sagan að atriði úr Miami Vice hafi verið tekið upp á þaki verslunarinnar, í þá gömlu góðu daga þegar hinn gullfallegi Don Johnson hélt uppi lögum og reglu í þessari ævintýralegu ærslaborg.

Nema hvað: sem ég var að tína til eitthvað gott í jólamatinn heyri ég ómótstæðilega merengue-tóna: takturinn sleginn með maracas, laglínan spiluð á cuatro-gítar og lagið sungið af barnslegri gleði og einlægni. Greinilega eitthvað allt annað en væmnu íslensku jólalögin frá áttunda, níunda og tíunda áratugnum, eða háheilögu og...