Besta jólalagið er frá Venesúela
Ég bjó í Miami Beach þegar ég heyrði lagið fyrst. Í göngufæri við íbúðina mína var lítil matvöruverslun þar sem finna mátti gott framboð af vörum frá Rómönsku Ameríku og undantekningalaust að suðrænir taktar og söngtextar á spænsku ómuðu úr hátölurunum í loftinu. Dömurnar á kassanum nenntu helst ekki að tala ensku svo ég varð að æfa spænskuna á þeim. Af gamaldags innréttingunum að dæma hefur búðin verið rekin á þessum stað síðan elstu menn muna og segir sagan að atriði úr Miami Vice hafi verið tekið upp á þaki verslunarinnar, í þá gömlu góðu daga þegar hinn gullfallegi Don Johnson hélt uppi lögum og reglu í þessari ævintýralegu ærslaborg.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.