Er svo gott hús og andinn góður

„Ég held að þessi góði andi hafi alltaf fylgt húsinu …
„Ég held að þessi góði andi hafi alltaf fylgt húsinu og þá hjálpar hvað það er almenn ánægja með stofnunina í samfélaginu í Hafnarfirði,“ segir Ágústa Kristófersdóttir um Hafnarborg sem hún hefur stýrt í fimm ár. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Þessi fimm ár í Hafnarborg hafa verið algjörlega frábær. Þetta er svo gott hús og andinn í því góður. Svo hefur Hafnarfjarðarbær staðið mjög vel með starfseminni. Ég hef líka alltaf fundið vel fyrir miklum meðbyr í bænum. Hafnfirðingar eru stoltir af bænum og stofnuninni sinni og það hefur alltaf verið gott að vinna í Hafnarborg,“ segir Ágústa Kristófersdóttir. Hún hefur frá árinu 2015 verið forstöðumaður menningarmiðstöðvarinnar Hafnarborgar í Hafnarfirði en lætur af störfum nú um áramótin og hefur verið ráðin sviðsstjóri kjarnasviðs hjá Þjóðminjasafni Íslands. Ágústa þekkir vel til hjá Þjóðminjasafninu þar sem hún starfaði áður sem sýningarstjóri en hún hefur starfað í menningargeiranum í um aldarfjórðung, einnig sem framkvæmdastjóri safnaráðs og deildarstjóri sýningardeildar hjá Listasafni Reykjavíkur. Þá hefur hún sinnt stundakennslu við Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands. Þar til staða forstöðumanns Hafnarborgar verður auglýst sinnir Unnur Mjöll S. Leifsdóttir...