Þegar Friðrik lagði töframanninn frá Riga
Þegar ég horfði fyrst á skákþættina Queen's Gambit taldi ég mig nokkurn veginn vita við hverju var að búast. Ég horfi á stöðurnar, leita að mistökum eða skringilegheitum og finn þau alltaf. Þetta gerist auðvitað trekk í trekk en þegar Tobey McGuire stúderaði 1. H4 h5 í mestu makindum í hlutverki Bobby Fischers í skákmyndinni Pawn Sacrifice, þá varð öll von úti, enda aldrei sniðugt að leika h-peðinu í fyrsta leik. Það er eitthvað sem McGuire hefur kannski sjálfum dottið í hug og ég erfi það ekki við hann, blessaðan.
Söguhetjan Beth Harmon hefði samt ekki eytt einni mínútu í að stúdera 1.h4 en í þess stað voru skákir hennar byggðar á raunverulegum skákum, sögulegum hugsmíðum okkar mestu skáksnillinga, þar á meðal okkar eigin Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.