Síðustu varðliðar Þriðja ríkisins
Hinn 18. október 1944 ávarpaði Heinrich Himmler ríkisforingi-SS þýsku þjóðina og tilkynnti um stofnun heimavarnarliðs sem hann kallaði fólksstorminn eða Volkssturm á þýsku. Sveitirnar skyldu lúta stjórn nasistaflokksins og skipuð öllum karlmönnum á aldrinum 16-60 ára sem ekki væru nú þegar í herþjónustu. Ástæðan var einföld; þýska stríðsvélin þurfti nauðsynlega á fleirum að halda eigi hún að eiga möguleika á að stöðva sókn bandamanna og var með þessu reynt að fjölga vopnfærum mönnum um allt að sex milljónir á skömmum tíma. Fjöldi liðsmanna náði þó aldrei settu marki.
Sumarið 1940 var staða Bretlands ískyggileg og óttuðust menn þar mjög þýska innrás. Ekki var talið unnt að reiða sig alfarið á breska herinn til að verja eyjuna og var því gripið til þess örþrifaráðs að stofna heimavarnarsveit skipuð gamalmennum og táningum. Fjórum árum síðar var Þýskaland komið í sambærilega stöðu, innrás var yfirvofandi úr austri og vestri og ljóst að almennar hersveitir myndu vart ráða við...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.