Þarf að koma Afríku til bjargar?
Nú þegar sér fyrir endann á kórónuveirufaraldrinum virðist athygli heimsbyggðarinnar loksins ætla að beinast að því mikla efnahagstjóni sem orðið hefur í fátækustu löndum heims.
Alþjóðabankinn gerði nýlega samantekt á margvíslegum efnahagslegum áhrifum faraldursins og smitvarnaaðgerða og benti m.a. á að reikna megi með að sá samdráttur sem orðið hefur hjá hagkerfum um allan heim muni valda því að strax fjölgi um u.þ.b. hundrað milljón manns í hópi þeirra sem búa við sára fátækt. Áður en faraldurinn brast á var áætlað að rösklega 640 milljón manns hefðu minna en jafnvirði 1,90 bandaríkjadala daglega til að framfleyta sér en stefnir í að verði rösklega 735 milljónir á þessu ári.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.