Sjaldséð bryntröll mættust skammt frá Köln
Snemma í marsmánuði 1945 sótti H-undirfylki 33. bryndrekahersveitar Bandaríkjahers af miklum móð inn í vesturhluta Þýskalands. Varnir heimamanna réðu illa við þessa stórsókn en þrátt fyrir bága stöðu var þýski herinn fjarri þeirri hugsun að leggja niður vopn sín. Þennan dag mættust á vígvelli við bæinn Niehl, skammt frá Köln, einhver sjaldséðustu bryntröll stríðsins; Nashyrningurinn svonefndi og Pershing-skriðdreki Bandaríkjamanna.
Sunnudaginn 22. júní 1941 réðust hersveitir Þriðja ríkisins inn í Sovétríkin og kallaðist sú aðgerð Barbarossa, eða Rauðskeggur. Er þetta umfangsmesta hernaðaraðgerð sögunnar. Fyrstu kynni Þjóðverja af rússneska bryndrekanum T-34 var þess eðlis að þýska herstjórnin sá ástæðu til að leggja áherslu á framleiðslu á sérstökum bryndrekabönum, eða Panzerjäger á þýsku, og skyldu tæki þessi vera búin einhverjum öflugustu fallbyssum styrjaldarinnar. Eitt þessara ofurvopna var Nashyrningurinn, eða Nashorn á...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.