Morgunblaðið
| 9.1.2021
| 11:20
Allt er þetta hluti af stærri sýn
Umhverfis- og auðlindaráðherrann Guðmundur Ingi Guðbrandsson er sveitadrengur með brennandi ástríðu fyrir vinnu sinni. Hann fór bæði í húsmæðraskóla og í klaustur áður en stefnan var tekin í átt að umhverfismálum. Guðmundur Ingi telur að hálendisþjóðgarður verði þjóðinni til góðs, muni vernda náttúru, laða að ferðamenn og skapa ný störf.
Ráðherrann heilsar brosandi, þó ekki með handabandi því slíkt er auðvitað bannað. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra er léttur á fæti þegar hann skokkar upp á þriðju hæð með blaðamann á hælum sér. Hann er smart í tauinu, í skyrtu og jakka en bindislaus. Skórnir stinga aðeins í stúf; ljósgrænir og örlítið moldugir útivistarskór. Hann hefur sennilega tekið eftir að blaðamaður gjóaði augum á skóna og segir hlæjandi:
„Kannski ekki mjög ráðherralegir skór!“
Mögulega ekki, en kannski passa þeir einmitt vel við náttúruunnandann og umhverfissinnann Guðmund Inga.
Það er líkt...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
– það er ókeypis og án skuldbindingar.
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.