Að horfast í augu við sinn innri Lacenaire
Ólætin í Washington veita ágætis tilefni til að rifja upp söguna af óberminu Pierre-François Lacenaire. Það á nefnilega við um marga samtímamenn okkar að rétt eins og Lacenaire eiga þeir ekki í neinum vanda með að réttlæta ódæði sín, hefðu gott af að líta í eigin barm og verðskulda ekki þá aðdáun og stuðning sem þeir hljóta.
Í dag er Lacenaire blessunarlega flestum gleymdur, nema helst áhugafólki um franska sögu. Sléttum 185 árum eftir að fallöxin gerði hann höfðinu styttri lifir þessi skúrkur þó áfram hér og þar í bókmenntum og listum og bregður m.a. fyrir í verkum Oscars Wilde og Dostojevskís. Er jafnvel talið líklegt að sjálfur Raskolnikof – aðalsöguhetja Glæps og refsingar – hafi byggt á franska morðingjanum Lacenaire. Michel Foucault hefur meira að segja leitt líkum að því að Lacenaire hafi rutt brautina fyrir nýtt bókmenntafyrirbæri: aðdáunarverða skúrkinn, sem í dag birtist okkur m.a. í líki Jókersins, vondu karlanna í Bond-myndunum og Vito...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.