Morgunblaðið
| 16.1.2021
| 10:00
„Hvenær ætlarðu að hætta að sprikla?“
Helgi Tómasson er goðsögn í lifanda lífi; einn af sonum Íslands. Hann hefur stjórnað San Francisco-dansflokknum hátt í fjörutíu ár en hefur nú tilkynnt afsögn sína árið 2022. En Helgi mun ekki sitja auðum höndum og ýmislegt er á dagskrá. Hann mun áfram vera með puttana í dansinum en hyggst líka leika við barnabörnin og njóta lífsins.
Það var rétt farið að birta af degi í San Francisco þegar blaðamaður náði tali af Helga Tómassyni í gegnum síma. Hér var degi farið að halla og komið myrkur. Það lá vel á Helga, þrátt fyrir erfiðleika undanfarið, en hann og dansflokkur hans hafa ekki farið varhluta af veirunni skæðu. Helgi hefur nýlega tilkynnt að hann hyggist láta af störfum sem listrænn stjórnandi San Francisco-dansflokksins. Þó ekki alveg strax, því nýr stjórnandi tekur ekki við fyrr en um mitt ár 2022. Þangað til er nóg að gera en Helgi er vinnusamur með eindæmum og fellur ekki verk úr hendi, þrátt fyrir að vera að nálgast áttrætt.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
– það er ókeypis og án skuldbindingar.
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.